Farið var á Stórmót ÍR í Laugardalshöll um helgina. Mótið var fyrir allan aldur en um 500 keppendur voru skráðir til leiks frá fjölmörgum liðum. 6 keppendur voru skráðir til leiks frá Umf Hvöt/Geislum en því miður varð ein veðurteppt á Akureyri. Samtals kepptu 12 keppendur undir formerkjum USAH. Keppendur Umf Hvatar/Geisla hrepptu alls 4 gull, 4 silfur og 2 brons.
Í 11 ára flokki kepptu Rúnar Snær Jónasson og Gabríel Ási Ingvarsson, í þeirra flokki er keppt í fjölþrautarkeppni þar sem samanlögð stig eftir allar greinar telja til úrslita. Þeir bættu sig í öllum greinum sem þeir kepptu í en þeir eru að stíga sín fyrstu skref á stórmóti.
Í 13 ára flokki drengja keppti Valdimar Logi Guðmannson. Hann bætti sig í 5 greinum af 6. Árangurinn hans er: 60m hlaup 8,32sek (2.sæti), 200m hlaup 28,27sek (2.sæti), hástökk 1,53m (1.sæti), langstökk 4,99 (1.sæti), þrístökk 8.90m (1.sæti) og kúluvarp 8.41m (2.sæti). Hann fékk einnig viðurkenningu fyrir mestu bætingu í hástökki.
Í 14 ára flokki stúlkna keppti Harpa Katrín Sigurðardóttir. Hún bætti sig 4 greinum af 7. Árangurinn hennar er: 60m hlaup 8,61sek (4.sæti), 300m 47,80 sek (3.sæti), 60m grind 10,74sek (5.sæti), hástökk 1,34m (10.sæti), langstökk 4,69m (2.sæti), þrístökk 9,41m (1.sætir) og kúluvarp 7,20m.
Í 14 ára flokki drengja keppti Adam Nökkvi Ingvarsson. Hann bætti sig í 4 greinum af 4. Árangurinn hans er: 60m hlaup 8,70 (7.sæti), langstökk 4,30m (11.sæti), þrístökk 8,83m (3.sæti) og kúluvarp 7,91 (6.sæti).
Í kvennaflokki var Bríet Sara Sigurðardóttir skràd til leiks en því miður var hún veðurteppt à Akureyri.
Flottur árangur hjá krökkunum og hlökkum við til að endurtaka leikinn á MÍ 11-14 ára eftir 3 vikur.