Íþróttamaður USAH var kynntur í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi fimmtudaginn 29. desember 2022 kl. 17.30.
Íþróttamaður USAH fyrir árið 2022 var Sigríður Soffía Þorleifsdóttir.
Ungmennafélagið Hvöt vill óska Sigríði og öllum þeim sem tilnefndir voru til hamingju.
Þá vill félagið einnig óska þeim sem fengu viðurkenningar fyrir ungt og efnilegt íþróttafólk sem og sjálfboðaliðum ársins til hamingju. Þá einna helst Sigurjóni Bjarna Guðmundssyni, iðkanda í frjálsíþróttadeild Hvatar.