100 ára afmæli Hvatar

Ungmennafélagið Hvöt hélt upp á 100 ára afmæli sitt þann 23. nóvember sl.

Fyrri part dags var fjölskylduskemmtun þar sem viðstaddir gæddu sér á góðum veitingum og tóku þátt í alls konar viðburðum. Gunnleifur Gunnleifsson, fyrrum landsliðsmarkvörður, var með vítaspyrnukeppni fyrir börn og ungmenni. Pétur Rúnar Birgisson, fyrirliði Tindastóls í körfuknattleik, hélt utan um keppni í "stinger" fyrir börn, ungmenni og fullorðna og Sunna Gestsdóttir, margfaldur íslandsmeistari í frjálsum íþróttum, leiðbeindi börnum og ungmennum í þrautabraut. Þá var einnig hægt að skella sér í hoppukastala og Baldur Einarsson, Balduuuuur, hélt uppi stuðinu með skemmtilegri tónlist og nýja Hvatarlaginu. Í lok dagskrár steig svo Prettyboitjokko á svið og ærði lýðinn.

Síðari part dags var svo formlegri dagskrá þar sem góðir gestir fluttu ávörp og veittar voru viðurkenningar fyrir vel unnin störf í þágu Ungmennafélagsins Hvatar á undanförnum áratugum.

Eftirtaldir fengu afhent silfurmerki Umf. Hvatar, sem afhent var í fyrsta sinn:

- Þórhalla Guðbjartsdóttir
- Auðunn Steinn Sigurðsson
- Ólafur Þorsteinsson
- Páll Ingþór Kristinsson
- Guðmundur F Haraldsson
- Magdalena Berglind Björnsdóttir
- Kári Kárason
- Hilmar Þór Hilmarsson
- Björn Vignir Björnsson
- Stefán Hafsteinsson

Þær Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, Erla Ísafold Sigurðardóttir og Gunnlaug Kjartansdóttir afhent silfurmerki KSÍ. Björn Vignir Björnsson, Hilmar Þór Hilmarsson og Ólafur Sigfús Benediktsson fengu afhent starfsmerki UMFÍ og Steinunn Hulda Magnúsdóttir fékk afhent silfurmerki ÍSÍ.

Frábær afmælisdagur fyrir Ungmennafélagið Hvöt og viljum við þakka öllum fyrir komuna, öllum þeim sem aðstoðuðu við undirbúning og frágang afmælisins og öllum sjálfboðaliðum Ungmennafélagsins Hvatar fyrr og síðar!

Áfram Hvöt!